Mannanafnanefnd

Mannanafnanefnd
(Lag & texti: Bragi Valdimar Skúlason)

Daginn sem ég fæddist fékk ég nafn.
Frekar stutt, það rímaði við Hrafn.
Það var frumlegt bæði og flippað
og fór mér býsna vel.
En varðhundunum varð þó ekki um sel.

Því sumir vita betur börnin góð
hvað ber að nefna þessa litlu þjóð.
Það er einhver úldin blanda
af ofstæki og hefnd
sem drífur þessa mannanafnanefnd.

Ég heiti ekki neitt,
ég heiti ekki neitt
Sumir heita Helmut en aðrir heita Jens
en ég heiti ekki neitt.

Mamma og pabbi urðu svaka svekkt
og síðan urðu þau að borga sekt.
Því ordnung þarf og aga
svo allt sé slétt og fellt.
Niðursoðið, gerilsneytt og gelt.

Ég heiti ekki neitt,
ég heiti ekki neitt
Sumir heita Gaupi en aðrir heita Kort
en ég heiti ekki neitt.

Ég heiti ekki neitt,
ég heiti ekki neitt
Sumir heita Bruno en aðrir heita Mars
en ég heiti ekki neitt.

Ég heiti ekki neitt,
ég heiti ekki neitt
Sumir heita Parmes en aðrir heita San
en ég heiti ekki neitt.

Ég heiti ekki neitt,
ég heiti ekki neitt
Sumir heita Ósvífur en aðrir heita Gnarr
en ég heiti ekki neitt.

[af plötunni Memfis mafían og Bragi Valdimar Skúlason – Karnevalía]