Frjáls
(Lag og texti: Ólafur Þórarinsson)
Er ég horfi út um gluggann
oft minn hugur reika fer.
Já, ég læt mig hverfa í skuggann
þar sem enginn til mín sér.
Þar er ég frjáls, já ég er frjáls.
Það sem enginn frá mér tekur
er frelsi, kærleikur og ást.
Hvert lítið frækorn hugann vekur
og dafnar án þess þó að sjást.
Ég er frjáls, ég er frjáls.
Ætíð mun ég lífsins njóta
í leik og starfi hvar sem er
og læt sem vind um eyru þjóta
þá lífsmynd sem um heiminn fer.
Ég er frjáls, ég er frjáls.
[af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]