Haust [2]
(Lag og texti: Ólafur Þórarinsson)
Það haustar og húm á grundu stígur,
nú horfinn er lítill söngfugl úr mó.
Líf það er lifnar að vori nú hnígur
og leggur sig þar sem áður það bjó.
Grát ei móðir þótt gróður þinn falli
og grúfi sig yfir oss vetrarins ský
því senn kemur sólin
sem gefur líf á ný.
[af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]