Vorganga
(Lag / texti: Jens Sigurðsson / Jón Ólafsson)
Er á rölti um mel og móa, mikið á ég gott.
Söng í eyrun lætur lóa, lifnar gamalt glott.
Fuglarnir um flóa syngja, fagurt lifar vor.
Þannig vil ég andann yngja, eflist við hvert spor.
Andinn svífur, gáfur gefast
ef ég geng um engi,
lengi beðið eftir því,
beðið eftir þér.
Niður brekkur lækir líða, liðast eins og skott,
lögmálinu ljúfir hlýða, líðst ei höfga dott.
Gutli vatn í gúmmískónum gerir ekkert til,
er í sokk af ömmuprjónum, ágætum með yl.
Nú er vorið gengið inn í garðinn,
græni blærinn kominn
allt í kring um mig,
kring um mig og þig.
Allt er nú í góðum gangi, gæfan mér við hlið.
Finnst mér eins og læinn langi að leika fossanið.
Gott er þegar ganga vorsins gefur sálarfrið,
lifnar foldar frjó til lífsins, faðmar sólskinið.
Hæðir birtast, grundir gróa,
þá er gaman úti að gleðjast
einn og leik sér,
leika sér með þér.
[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]