Mitt Rangárþing
(Lag / texti: Guðjón Halldór Óskarsson / Grétar Haraldsson)
Mitt Rangárþing á margar myndir.
Svo mjúka jörð, og hæstu fjöll,
svo hvíta fossa, heitar lindir,
og hyldjúp fljót með boðaföll.
Og ofar byggð með ógn af eldi
er öræfanna frelsi‘ um sinn.
Við tignum allt það töfraveldi
sem tinda ber við himininn.
Þar glaðir allir gista‘ á fjöllum,
þau gefa sálum ró og frið.
Því nú er góður Eyvi öllum
sem una lengi rústir við.
Brátt litrík tré og lífblöð valla
laufsterk vaxa um eyðisand.
Og Rangárþing á auðlegð alla,
það allt sem best á föðurland.
Við Rangárþing er ljúft að lynda,
með litaglaða heimaslóð.
Þú hérað fjallafaðms og tinda
þín faðmlög eru hlý og góð.
[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]