Af sama toga

Af sama toga
(Lag / texti: Haraldur Konráðsson / Grétar Haraldsson)

Í vorsins hlýju vindum
er vald og föðursjá.
Við tignum sól á tindum
og trúum lífið á.
Og þegar vot hún vermir strá
um veröld líf og þrótt,
vaki ég og verð oft þá
vitni‘ um bjarta nótt.
Í vorsins hlýju vindum
er vald og föðursjá.

Það er hinn mikli máttur
sem man á jólanótt,
þá sest ég niður sáttur
um sinn er kyrrt og hljótt.
Á meðan ljósin loga
ég leita glaður þín
og sé af sama toga
er sumar stundin mín.
Það er hinn mikli máttur
sem man á jólanótt.

[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]