Hvar sem liggja mín spor
(Lag / texti: erlent lag / Axel Guðmundsson)
Hvar sem liggja mín spor
yfir lönd, yfir höf,
ert þú ljósið sem skín yfir förumannsstig.
Og án þín yrði hugurinn helmyrkvuð gröf,
því að hjarta mitt titrandi kallar á þig.
Kom þú liljan mín skær,
kom þú ljúfa mær,
legg þú hönd yfir tárvota brá.
Án þín er hvert andartak eilíf kvöl,
því ég ann þér af brennandi þrá.
[m.a. á plötunni Álftagerðisbræður – Í Álftagerði]