Í Víðihlíð

Í Víðihlíð
(Lag / text: erlent lag / Magnús Ásgeirsson)

Í Víðihlíð, í Víðihlíð
Um vorsins dægur löng
Um ást og tryggð sín ljúflingsljóð
Einn lítill þröstur söng,
Um ást og tryggð sín ljúflingsljóð
Einn lítill þröstur söng.

Í Víðihlíð,í Víðihlíð
Við vöktum saman fyrst
Og hvergi var svo heitt sem þar
Í heimum vorsins kysst.

Í Víðihlíð,í Víðihlíð
Rann vinarkveðju stund
Kom aftur fljótt,kom aftur fljótt
Á ástar þinnar fund.

[m.a. á plötunni Leikbræður – Leikbræður]