Í fyrsta sinn ég sá þig

Í fyrsta sinn ég sá þig
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Ásgeirsson)

Í fyrsta sinn ég sá þig
um sumarfagran dag,
er sólin skein um morgunbjartan geim,
og blómin stóðu litskær
um laut og hlíðardrag,
og lutu saman höfðum tveim og tveim.

Og blærinn leið svo blítt og rótt
um bláan vog að landi
og bára hlý um kuðung straukst
í fjöruborðsins sandi.

Í fyrsta sinn ég leit þig
um fagnar sumardag,
þá fyrsta sinn
við tengdumst tryggðabandi.

[m.a. á plötunni Einsöngvarakvartettinn – Einsöngvarakvartettinn]