Jón á líkbörunum
(Lag og texti: Magnús Eiríksson)
Á líkbörunum liggur Jón
það loga kerti allt í kring.
Er mér farin að daprast sjón
eða dansar fólkið þar í kring?
Þar í kring.
Það syrgja fáir þennan sveitamann,
sem datt í ána og dauðann fann.
Ofurölvi sem endranær
hann fór til himna, en fólkið hlær.
Á líkbörunum liggur …
Alla ævi var hann aumingi,
á hverjum bæ var hann betlandi,
og þegar hann geyspaði golunni
þá glöddust allir í sveitinni.
Í sveitinni.
Á líkbörunum …
Á morgun grafa þeir ræfilinn.
Blíðlega brosir þá hreppstjórinn,
hann dregur upp bokku og býður sjúss,
og ber í pontu og gefur snúss.
Gefur snúss.
Á líkbörunum liggur Jón…
[m.a. á plötunni Pónik og Einar [ep]]