Þögul nóttin
(Lag / texti: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson / Páll Ólafsson)
Þögul nóttin þreytir aldrei þá sem unnast,
þá er á svo margt að minnast,
mest er sælan þó að finnast.
Eilíf sæla er mér hver þinn andardráttur
og ýmist þungur, ýmist léttur
ástarkoss á varir réttur.
Hvítum, mjúkum, heitum, fögrum handleggjunum
vil ég heldur vafinn þínum,
vera hjá en Guði mínum.
Guð að sök mér gefur ei, sem góðum manni,
unun þó ég fremsta finni
í faðminum á dóttur minni.
[m.a. á plötunni Felix Bergsson – Þögul nóttin]
[til eru fleiri en eitt lag við þetta ljóð]