Kostervalsinn
(Lag / texti: erlent lag / Baldur Pálmason)
Komdu í Kostervals
í kvöld er ég búin til alls
leggjum hönd í hönd
og herðum svo vináttubönd.
Dansinn dunar glatt,
dansa við skulum því hratt.
Ég er þinn
og þú ert eilífðarengillinn minn.
Káta fagra mey
frá Kosterey
kyssir þú mig ekki víst ég dey.
Eykst mér ást og þor
óðum við hvert spor
getum við gifst í vor.
[m.a. á plötunni Hönd í hönd: uppáhaldslögin hans pabba – ýmsir]