Örkin hans Nóa
(Lag / texti: Skytturnar / Heimir Björnsson)
Hugsun sem gengur eins og rispaður diskur, alla effin’ nóttina.
Andavaka, ég hlusta á hjartslátt allra minna pælinga.
Einn á eftir lukkunni sem eltir alla aðra.
Allir virðast botna hugsafljóð í ljóð sem líf, en ég er bara blaðra.
Ég nudda alla lampa en finnst samt aldrei anda.
Engar þrjár óskir engar, engar úrlausnir, ekkert loft nema þar sem aðrir standa.
Blanda saman gleðinni við tár sem renna þegar ég virðist sofa.
Frosinn bakvið vegg úr sjálfum sem þarf að ýta í burt en ég kann bara að toga.
Ég spýti frá mér orðum sem þýða heilu jöklana, en ýta ekki frá sér nálinni.
Enginn heyrir shit, því ég tala svo lágt, því orðin endurspegluð frá sálinni.
Því hvað ég minna en ég, með lítinn penna á litlum degi.
Lítil orð frá lítilli sál um litla lífið á litlum vegi.
Litla sálin hér ég flýt inn.
Og kasta mæðunni yfir bítin.
Síðasta sandkornið í tímaglasið.
Síðasti dropinn sem að fyllir hafið.
Er á næstu grösum vitið þið til.
Það verður einhver sem að hrekkur við.
En enginn þorir fyrstur.
Enginn stekkur.
Einstaklingshyggjan verður okkar eigin hlekkur.
Þegar örkin hans Nóa sekkur.
Er að hugsa hlutinn synd? Og er að hugsa mynd að mála hana?
Uppsprettulind er varla áin sjálf og ekki færir hún okkur fiskana.
Átján ár á þessari plánetu og ég hef horft á skuggan af mér allan tímann.
Víman af tómleikanum frystir mig, ég opna hausinn uppá gátt og fyll’ann.
Ekki vanmeta mig, ég er lítil sál en ég hef orð í stað allra vöðvanna.
Hef sál í stað vélrænna hugsanna.
Orðin tala mig, ég er í innihaldi setninganna.
Maður með hjarta í stað gervitilfinninganna.
Manna mig í upp í að fylla upp í sýkið sem að umkringir okkur öll.
Förum til tunglsins, færum fjöll en samt virðist enginn heyra hvors annars köll.
Ein á móti okkur sjálfum því við finnum aldrei neinn nema okkur sjálf.
Sum okkar tvöföld og þreföld af tilfinningum en sum okkar, verða aldrei stærri en hálf.
Við lærðum að lesa en ekki skilja/ lærðum að halda en ekki hugsa.
Lærðum að svindla, slást og vilja, lærðum að vesenast og slugsa.
Kæra okkur kollótt um annarra manna mál.
Lærðum að setja okkur reglur með óhaggandi stál.
En á móti þá lærðum við að gera þau hál.
Það breytist allt, jafnvel myrkrið lýsist upp í óteljandi breytingum.
Margt smátt gerir eitt stórt, en í okkar tilviki litlar einingar í fjöldanum.
Kennandi öðrum um og aldrei sátt í deilumálunum.
Allt vegna þess að heimurinn er fullur af stökum persónum.
Sjálfsmenntuðum í lífsreglunum.
Í eigin útgáfum.
[af plötunni Skytturnar – illgresi]