Rétt og rangt
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir, Andrea Gylfadóttir og Gunnar Gunnsteinsson)
Hvað er rétt og hvað er rangt?
Hvað er gott og hvað er vont?
Hvað er ást og hvað er hatur?
Þig ég spyr en áttu svar?
Hver er ég og hver ert þú?
Hvað er hvítt ef ekki er svart?
Hvað er bros ef ekki er gleði?
Þig ég spyr en áttu svar?
Ég er ein af þeim sem villtist
hingað óviljug
og enginn virðir mig viðlits.
Allir virðast snúast mér í mót.
En ef þú veist það ekki vinur vil
ég segja þér
að ég bíð lífinu byrginn.
Allir hafa rétt á því að vera til
og þar með ég.
[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]