Vaxtalagið

Vaxtalagið
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir)

Ég vil geta vaxið eins og tré
í allar áttir alveg langt upp fyrir hné
og hækkað og stækkað og teygst og tognað
og látið síðan eins og ekkert sé.

Mig langar að verða voða stór,
stærri en hundrað þúsund manna karlakór.
Vera stærri og lengri og mjórri og meiri
og láta síðan eins og ekkert sé.

Oh, ég vil vaxa, vaxa, vaxa
og vaxa, vaxa upp í loftið,
vaxa miklu meira en áður hefur sést.
Oh, ég vil vaxa, vaxa, vaxa og vaxa,
vaxa í allar áttir og verða svo stór.

Ég vil gnæfa yfir allan heim og ná með
hausinn alveg langt, langt út í geim.
Vera stærstur og hæstur
og lang, lang lengstur
og láta bara eins og ekkert sé.

Oh, ég vil vaxa, vaxa, vaxa…

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]