Gleðisöngur ræningjanna

Gleðisöngur ræningjanna
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Við halda skulum heim á leið
og hamingjunnar njóta,
og frelsi unnu fagna heitt,
hver frænka má nú hrjóta.
En vatn skal ekki nota á ný,
tja nema þá að kvikni í.
Við hirðum oss aldregi of eða van,
hvorki Kasper né Jesper né Jónatan.

Og það skal aldrei þvegið upp
né þrifið gólf og bekkur,
því vatn í fötu, vatn í lind
er vatn sem maður drekkur.
Hún Soffía má sulla ein
í sápuvatni tandurhrein.
Við bleytum oss aldregi of eða van
hvorki Kasper ná Jesper né Jónatan.

Við aldrei framar vinnum vik,
en vörum öllum rænum,
en stelum aldrei stúlku meir
til starfa hér í bænum.

Þær eyðileggja allan frið
þó aðrir lofi kvenfólkið,
við hrósum því aldregi of eða van
hvorki Kasper né Jespe né Jónatan.

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]