Húrrasöngur Tóbíasar

Húrrasöngur Tóbíasar
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Nú við syngjum vorn fagnaðarsöng:
Húrra, húrra.
Því hjá spekingi er lífsbrautin löng.
Húrra, húrra.
Hér sá elsti á afmæli í dag.
Húrra, húrra.
Og því ortum við afmælisbrag.
Húrra, húrra.
Hann á marga vildarvini,
vafinn hlýju aftanskini,
heiðursgestur vor því skal í dag.
Húrra, húrra.

Þó að skeggið sé gamalt og grátt.
Húrra, húrra.
Enn hann lyft getur huganum hátt.
Húrra, húrra.
Hann er vitur sem víðfrægir menn.
Húrra, húrra.
Fyrir veðrinu spáir hann enn.
Húrra, húrra.
Turnmeistari Tóbías
þér tæma skal nú heillaglas
og hrópum allir: Hann lengi lifi enn!
Húrra, húrra.

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]