Skrýtna fólkið

Skrýtna fólkið
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)

Ég þekki eina konu sem kann ekki á bíl,
hún kaupir sér á laugardögum súkkulaði og fleira
og ef að hún er heima er allt í sama stíl
þá inní stofu situr hún og þykist vera‘ að keyra.

Bru-bru-bru-bru-bru-bru…

Ég þekki heimskan karlmann sem kann svo ósköp fátt
um kaupfélagið okkar gengur hann í hringi
og ef hann opnar munninn þá hefur hann svo hátt,
hrópar eins og kjáni og segist vera‘ á þingi.

Bla-bla-bla-bla-bla…

Ég þekki líka sjómann og sá er ekki klár,
á sunnudögum fer hann oft í stakk og rosabullur,
hann syngur eins og bítill með sítt og mikið hár,
hann situr út á götu og þykist vera fullur.

Ralla-ralla-ræ…

Svo þekki ég einn feitan karl sem hefur alltaf hátt,
af heimafólki oft hann kallaður er Stjáni,
hann þykist vera söngvari og hefur mikinn mátt,
með meiriháttar óhljóðum hann gargar eins og bjáni.

La-la-la-la…

[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]