Morgunbæn
(Lag og texti: Kristján Hreinsson)
Ég bið þig minn faðir að blessa mig
og bera mig áfram mót vaknandi degi.
Ef gengur þú með mér á gæfunnar vegi
þá geri ég ýmislegt fyrir þig.
Ég bið þig að leiða mig langan veg,
að lýsa hvert fótmál með andanum þínum.
Ef viltu nú bergðast við bænunum mínum
þinn boðskapur þá heiminum færi ég.
Ég bið um að verði ég sanngjörn sál,
að sjái ég hluta af dýrðinni þinni.
Og þá að þú brosir við bæninni minni,
ég bið þig að leysa mín vandamál.
Ég bið þig minn faðir fylgja mér
svo finni ég gleði og birtu og hlýju.
Ef hamingjustundir hér hlýt ég að nýju
þá hef ég svo mikið að gefa þér.
[af plötunni Barnalög: Mig langar að læra – ýmsir]