Vögguvísa [6]
(Lag og texti: Þórarinn Jónsson)
Sígur höfgi‘ á sætar brár,
sefur lón og heiði,
hann sem þerrar þrautatár
þig í draumi leiði.
Sofðu nú barn mitt og sofðu nú rótt,
svífðu í draumagæðum,
yfir þér vaki nú í nótt
náðin guðs á hæðum.
Svo er árdagssólin skær,
sindrar hafs á straumum,
aftur vaknarðu ástin kær
yndis vafinn draumum.
[af plötunni Kiddý Thor – Sofðu sofðu: íslenskar vögguvísur]