Stór pakki

Stór pakki
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Mig langar að lesa hörund þitt í nótt,
týna mér inn í þér og sofna síðan rótt,
vakna og horfa á andlit undurfrítt,
inn í mér er hjarta lítið og blítt.

Mig langar að fljúga og ferðast á ný,
fljúga inn í hjarta þitt og taka gott frí,
langar að ganga með þér götu í Róm,
dæmdur til að elska þig ég uni þeim dóm.

Stór pakki,
ég er stór pakki,
stór pakki.

Stafurinn B hefur lengi fylgt mér,
nítján ár og hann tilheyrir þér,
varir svo mjúkar að engin orð lýst fá,
mig langar að vera nærri þér en er svo langt frá.

Mig langar að lesa og hlæja hátt með þér.
Meistarinn og Margarita hentar alveg mér,
mig langar að halda að þú elskir mig,
og ég held að þú vitir að ég elska þig.

Stór pakki …

[af plötunni Bubbi Morthens – Ást]