Svanasöngur Beethovens
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Lárus Thorarensen)
Hræri ég þig hinst
– hinsta sinn ég strengi slæ,
finnur önd mín innst
um sig leika vorsins blæ.
Hugur fær að heyra
hljómöldurnar titra,
þó að ómnæmt eyra
okið þjaki bitra.
Bljúgri barnsins sál
bárust snemma vorlög þín,
uppheimsenglamál
átti strengjaharpan mín,
þýðan blæ sem þungan,
þrúðgan unnarniðinn
undrast lést mig ungan
eins og sumarkliðinn.
Hér í hinsta sinn
hönd mín leikur yfir streng,
hátt í himininn
hljómar lyftast – burt ég geng.
Læknast lokað eyra
– Lokast harpan þýða.
Hlakka ég til að heyra
á himni tóna blíða.
[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]