Móðir mín
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Matthías Jochumsson)
Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð,
en ekkert um þig, ó móðir góð?
Upp, þú minn hjartans óður.
Því hvað er ástar og hróðrar dís,
og hvað er engill úr Paradís,
hjá góðri‘ og göfugri móður?
Ég kveð þig, móðir, í Kristi trú,
sem kvaddir forðum mig sjálfan þú
á þessu þrautanna landi.
Þú fagra ljós í ljósinu býrð,
nú launar þér guð í sinni dýrð,
nú gleðst um eilífð þinn andi.
[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]