Ef ég gæti flogið
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jóhann Gunnar Sigurðsson)
Ef ég gæti flogið
yfir fjöllin há,
ég þyrfti‘ ekki að horfa
upp á hamrana þá.
Ef ég gæti flogið
yfir höfin blá,
ég þyrfti ekki‘ að standa
við ströndina þá.
[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]