Afmælisbörn 5. mars 2023

Þórunn Björnsdóttir

Þrjú afmælisbörn eru skráð að þessu sinni í afmælisdagbók Glatkistunnar

Þórunn Björnsdóttir kórstjórnandi og tónmenntakennari er sextíu og níu ára gömul í dag en hún er að sjálfsögðu kunnust fyrir störf sín sem stjórnandi Skólakórs Kársnesskóla til margra áratuga. Hún stýrði ennfremur Vallagerðisbræðrum sem var afsprengi kórsins en hefur aukinheldur komið að ýmsum félagsmálum tengt starfi sínu.

Jóhanna Guðríður Bjarnadóttir Linnet söngkona og söngkennari er sextíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Jóhanna Linnet söng töluvert inn á plötur á sínum tíma og var m.a.s. meðal keppenda í undankeppni Eurovision tvívegis á níunda áratugnum. Þá má heyra söng hennar á fjölmörgum plötum frá ýmsum tímum.

Ólafur Þ. Jónsson óperusöngvari hefði einnig átt afmæli í dag en hann lést árið 2012. Hann var fæddur 1936 og hefði því orðið áttræður á þessum degi. Ólafur nam söng og leik hér heima hjá Sigurði Demetz og fleiri söngkennurum áður en hann hélt til frekara söngnáms í Þýskalandi og Austurríkis árið 1958 þar sem hann starfaði alla tíð síðan. Ein plata kom út hér heima með söng Ólafs, á vegum SG-hljómplatna.

Vissir þú að í kringum 1960 var skemmtikraftur sem kallaði sig Bóbó Helga og skemmti fólki með Fats Domino eftirhermum?