Eurovision kvöld framundan

Úrslit undankeppni Eurovision fara fram í kvöld og þá ræðst hvert verður framlag okkar Íslendinga í keppninni í Liverpool í maí. Glatkistan er með fjölmargar tónlistartengdar getraunir innan afþreyingahluta síðunnar og þar er m.a. að finna 20 spurninga Eurovision-getraun svona rétt til að stytta stundirnar fram að úrslitunum og kynda undir stemminguna.

Þá er einnig minnt á að hægt er að lesa sig til um undankeppnir Eurovision í gagnagrunni Glatkistunnar en þar er að finna umfjallanir um keppnirnar frá upphafi (1986) og til ársins 2009 – þar kennir ýmissa fróðlegra grasa og hér skiptir engu hvort fólk er áhugafólk um Eurovision eða ekki.