Sverrir Guðjónsson (1950-)

Líklega eru fáir sem hafa komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti sem söngvari en Sverrir Guðjónsson en hann hefur sungið bæði á tónleikum og á plötum sem barnastjarna, gömludansasöngvari, þjóðlagasöngvari, poppsöngvari, spunadjasssöngvari, kórsöngvari og kontratenórsöngvari með áherslu á barrokk og endurreisnartónlist en hann hefur einnig leikið á trommur, gítar og píanó, komið fram…

Szymon Kuran (1955-2005)

Fiðluleikarinn Szymon Kuran er einn þeirra fjölmörgu erlendu tónlistarmanna sem hingað hafa komið, fest hér rætur og sett svip sinn á tónlistarlíf landsmanna. Hann var mikilsvirtur fiðluleikari og tónskáld, lék alls konar tónlist og er hana að finna á fjölmörgum útgefnum plötum hérlendis. Szymon Jakob Kuran fæddist í Póllandi síðla árs 1955 og fljótlega var…

Sverrir Guðjónsson – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson – 12 ára, undirleikur: Jan Moravek gítar, harmonika, kontrabassi og píanó [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 247 Ár: 1962 1. Vögguvísa 2. Heimþrá 3. Vögguvísa (Sof í ró) 4. Sonarkveðja 5. Sumarfrí Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Jan Moravek – gítar, harmonikka, kontrabassi og píanó Sverrir Guðjónsson – 13 ára ásamt Guðna S.…

Sýróp [1] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum  um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sýróp en heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar. Svo virðist sem Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans Jóns míns o.m.fl.) hafi verið einn meðlima Sýróps en aðrar upplýsingar er ekki að finna um sveitina, hvorki hvenær hún starfaði, hversu lengi eða hverjir aðrir skipuðu…

Sýkklarnir (1981-83)

Hljómsveit frá Akureyri sem gekk undir nafninu Sýkklarnir markar tímamót að nokkru leyti í norðlensku tónlistarlífi en hún innihélt tvö síðar þekkta tónlistarmenn sem hófu feril sinn innan hennar. Reyndar er rithátturinn Sýkklarnir misvísandi því nafn sveitarinnar hefur verið ritað með ýmsum öðrum hætti s.s. Sýklarnir, Sýkkklarnir, Zýklarnir, Zýkklarnir og Zýkkklarnir – Sýkklarnir er hér…

Systratríóið (1939-42)

Söngtríó þriggja reykvískra systra á þrítugsaldri vakti nokkra athygli á stríðsárunum en þær komu töluvert fram á skemmtunum á árunum 1939-42 og einnig í útvarpi, og nutu að því er virðist töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist þær sungu. Systurnar þrjár sem gengu undir nafninu Systratríóið voru þær Bjarnheiður, Margrét og Guðrún Ingimundardætur…

Systir Sara (1972-75)

Hljómsveitin Systir Sara (og um tíma Sara) starfaði um nokkurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu, lengst af sem húshljómsveit í Silfurtunglinu en sveitin mun einnig hafa leikið nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum. Systir Sara kom fyrst fram sem húshljómsveit í Silfurtunglinu í byrjun júní 1972 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað,…

Sigurður Kr. Sigurðsson (1955-2017)

Sigurður Kr. Sigurðsson varð landsþekktur þegar hann söng lagið Íslensk kjötsúpa undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en hann hafði þá um nokkurra ára skeið sungið með hljómsveitum sem sumar hverjar voru nokkuð þekktar. Sigurður Kristmann Sigurðsson (f. 22. október 1955) vakti fyrst athygli árið 1973 þegar hann átján ára gamall hóf að syngja með…

Szymon Kuran – Efni á plötum

Súld – Bukoliki Útgefandi: Súld & Gramm / Músík Útgáfunúmer: Gramm-3 / Músík 010 Ár: 1988 / 2006 1. Gróðursetning (Transplantation) 2. Augnablik (Moment) 3. U.V.E. 4. Nálarhús (Box of needles) 5. Bukoliki 6. Ontario austur (Ontario East) 7. Brottför 11/8 (Departure) 8. Snerting (Touch) Flytjendur: Stefán Ingólfsson – bassi Szymon Kuran – fiðla Lárus Grímsson – hljómborð Steingrímur Guðmundsson – trommur…

Tartarus [1] – Efni á plötum

Tartarus – Luciferious Útgefandi: Helgi Jónsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2023 1. The Beginning 2. Lucifer 3. God‘s sin 4. Her majesty 5. Interlude 6. Mother nature 7. The witch 8. Edge of death 9. Black testament 10. Power Flytjendur: Helgi Jónsson – trommur Lúðvík Aðalsteinn Þorsteinsson – bassi og söngur Stefán Ásgeir Ómarsson –…

Sýrutripp (2000)

Aldamótaárið 2000 var hljómsveit starfrækt á Stöðvarfirði undir nafninu Sýrutripp, þessi sveit mun hafa verið í harðari kantinum en annað er ekki að finna um hana. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Sýrutripp frá Stöðvarfirði.

Sýróp [3] (2002)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Sýróp árið 2002 en það ár var hljómsveitin með lag á safnplötunni Afsakið hlé. Meðlimir Sýróps voru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari, Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði og óskað er eftir…

Sýróp [2] (um 1999?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Sýróp og innihélt gítarleikarann Grétu Sigurjónsdóttur (Dúkkulísurnar o.fl.). Þessi sveit var hugsanlega starfandi á síðari hluta tíunda áratugarins, að öllum líkindum undir lok aldarinnar. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi Sýróps, hljóðfæraskipan og annað sem við hæfir þykir í umfjöllun um sveitina.

Afmælisbörn 5. apríl 2023

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sjötíu og eins árs gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…