Sverrir Guðjónsson (1950-)
Líklega eru fáir sem hafa komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti sem söngvari en Sverrir Guðjónsson en hann hefur sungið bæði á tónleikum og á plötum sem barnastjarna, gömludansasöngvari, þjóðlagasöngvari, poppsöngvari, spunadjasssöngvari, kórsöngvari og kontratenórsöngvari með áherslu á barrokk og endurreisnartónlist en hann hefur einnig leikið á trommur, gítar og píanó, komið fram…









