Hljómsveit Sigrúnar Jónsdóttur (1960)

Sigrún Jónsdóttir var meðal þekktustu söngkvenna Íslands á sjötta áratug síðustu aldar og hafði þá sungið stórsmelli á borð við Fjóra káta þresti og Lukta-Gvend Hún hafði um tíma starfað með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en þegar sú sveit hætti störfum vorið 1960 varð úr að Sigrún tók við stjórn hljómsveitarinnar af Magnúsi, og hlaut sveitin…

Hljómsveit Péturs Jónssonar (1951)

Hljómsveit Péturs Jónssonar mun hafa starfað á Akranesi en sveitin kom til Reykjavíkur og lék á djasstónleikum ásamt fleiri sveitum sumarið 1951. Meðlimir sveitarinnar voru þar Pétur Jónsson hljómsveitarstjóri og tenór saxófónleikari, Ásgeir Sigurðsson klarinettu- og saxófónleikari, Jón Sveinsson trompetleikari, Haraldur Jósefsson trommuleikari og Sigurður Þ. Guðmundsson píanóleikari, auk þess léku þeir Karl Lilliendahl gítarleikari…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Árna Ísleifssonar (1945-97)

Það sem hér er kallað Hljómsveit Árna Ísleifssonar (Hljómsveit Árna Ísleifs) er í raun fjölmargar og ólíkar hljómsveitir sem starfræktar voru með mismunandi mannskap og á mismunandi tímum í nafni Árna, saga þeirra spannar tímabil sem nær yfir ríflega hálfa öld. Fyrsta sveit Árna virðist hafa verið stofnuð árið 1945 en hún starfaði á Hótel…

Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Laugarvatni (1946-62)

Skólahljómsveitir munu hafa verið starfræktar við Héraðsskólann á Laugarvatni á árum áður en heimildir þ.a.l. eru nokkuð slitróttar og því við hæfi að lesendur Glatkistunnar fylli í eyður eftir því sem kostur er. Skólahljómsveit var starfrækt við skólann árið 1946 en meðlimir hennar voru þeir Sigurður Guðmundsson píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari og Pétur Jónsson saxófónleikari.…

Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974). Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson…

Búningarnir (1988)

Hljómsveitin Búningarnir var í raun stofnuð til að fylgja plötu Bjarna Arasonar söngvara eftir hann hafði vakið mikla athygli sumarið á undan með því að vinna Látúnsbarkakeppnina svokölluðu. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið vorið 1988 og var iðulega kynnt sem Bjarni Ara og Búningarnir. Aðrir meðlimir Búninganna voru Einar Bergur [?], Rúnar Guðjónsson [bassaleikari?],…

Twilight toys (1985)

Hljómsveitin Band nútímans gekk um tíma sumarið 1985 undir nafninu Twilight toys, og fluttu þá efni sitt á ensku. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Ólafsson bassaleikari, Finnur Frímann Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson trommuleikari, Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Twilight toys starfaði einungis í fáeinar vikur undir þessu nafni.

Nautn (1982)

Árið 1982 starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Nautn. Meðlimir þessarar sveitar voru Finnur Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson gítarleikari, Arnþór Sigurðsson bassaleikari Guðjón [?] trommuleikari og Þórhildur Þórhallsdóttir söngkona.

Antarah (1985-86)

Antarah var hljómsveit úr Kópavoginum. Hún var stofnuð upp úr Bandi nútímans haustið 1985 og var skipuð þeim Magnúsi Árna Magnússyni söngvara, Sváfni Sigurðarsyni hljómborðsleikara, Gunnari Ólasyni bassaleikara, Pétri Jónssyni gítarleikara og Ríkharði Flemming Jensen trommuleikara. Sveitin var skráð til þátttöku í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1986 en mætti ekki til leiks. Ekki er vitað hversu…

Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…

Te fyrir tvo (1982-83)

Hljómsveitin Te fyrir tvo (Tea for two / T42 / Tea 4-2) var starfrækt í Kópavoginum á árunum 1982-83 og þótti spila pönk í anda Purrks Pillnikk og Jonee Jonee, sem þá voru upp á sitt besta. Lög sveitarinnar voru stutt og án viðlaga og t.d. mun stysta lag hennar hafa verið 38 sekúndur en…

Þarmagustarnir (1983-84)

Hljómsveitin Þarmagustarnir vakti nokkra athygli um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð í Kópavogi haustið 1983 og stuttu síðar keppti hún í Músíktilraunum Tónabæjar, sem þá voru haldnar öðru sinni. Þar komust Þarmagustar í úrslit og enduðu í öðru til þriðja sæti ásamt Bandi nútímans en Dúkkulísurnar sigruðu Músíktilraunirnar það árið. Meðlimir sveitarinnar, sem var…

Afmælisbörn 21. desember 2014

Og þá eru það afmælisbörnin í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er 56 ára, hann hefur mest tengst djassgeiranum og hefur leikið með ýmsum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við kvikmyndir og leikhús, og leikið á hinar ýmsu plötur sem sessionleikari.…