Á jólaballi

Á jólaballi
(Lag / texti: erlent lag / Guðni Kolbeinsson)

Jólasveinninn kemur með sitt hvíta skegg
og öll kætast börn sem sjá þann segg.
Um Sveinka börnin hópast oftast hoppandi
og hlæjandi og skoppandi.

Þegar Sveinki birtist alltaf er hér fjör,
allt er kátt og dátt,
allt er kátt og dátt.
Krakkar verða þakklátir og hlæja hátt
og þeir hróp’ og syngja kátt og dátt.

Sögu hann byrjar, af leiðinni fjöllum frá.
Flestir þá spyrja: Býr hann kannski tröllunum hjá?

Þegar Sveinki birtist alltaf er hér fjör,
allt er kátt og dátt,
allt er kátt og dátt.
Krakkar verða þakklátir og hlæja hátt
og þeir hróp’ og syngja kátt og dátt.

Í lokin öllum krökkunum hann gefur gott
og þá gleðjast þeir, en hann fer á brott.
Hlæjandi þá krakkar allir kveðja hann
og með kæti sinni gleðja hann.

Sögu hann byrjar, af leiðinni fjöllum frá.
Flestir þá spyrja: Býr hann kannski tröllunum hjá?

Þegar Sveinki birtist alltaf er fjör,
allt er kátt og dátt,
allt er kátt og dátt.
Krakkar verða þakklátir og hlæja hátt
og þeir hróp’ og synjga kátt og dátt.

[á plötunni Edda Heiðrún Backman – Barnajól]