Á jörðu kvikna jólaljós

Á jörðu kvikna jólaljós
(Lag / texti: erlent lag / Kristján Hreinsson)

Á jörðu kvikna jólaljós
og jólabirtan skær,
svo jafnvel lítil jólarós
á jörðu birtu fær.

Með augum sínum allir sjá
að ástin lifir hrein,
því Jesús fæddist jörðu á
er jólastjarnan skein.

Ég veit hann sagði; Víst ég kem,
hann verður hérna senn.
Það barn sem kom frá Betlehem
mun blessa alla menn.

Já ljós á kertum loga nú
og lifir jólarós,
því Kristur núna kemur þú
og kveikir jólaljós.

Með augum sínum allir sjá
að ástin lifir hrein,
því Jesús fæddist jörðu á
er jólastjarnan skein.

[á plötunni Edda Heiðrún Backman – Barnajól]