Foli foli fótalipri

Foli foli fótalipri
(Lag / texti: Lettneskt barnalag / Hildigunnur Halldórsdóttir)

Foli foli fótalipri,
flýttu þér nú heim að bæ.
Foli foli fótalipri,
flýttu þér nú heim að bæ.
Trarírallala flýttu þér nú heim á bæ.
Trarírallala flýttu þér nú heim á bæ.

Heima mun þín heyið bíða
en hjá mömmu koss ég fæ.
Heima mun þín heyið bíða
en hjá mömmu koss ég fæ.
Trarírallala ef hjá mömmu koss ég fæ.
Trarírallala ef hjá mömmu koss ég fæ.

Herðir hlaupin hlaupagarpur,
hreint ei telur sporin sín.
Herðir hlaupin hlaupagarpur,
hreint ei telur sporin sín.
Trarírallala hreint ei telur sporin sín.
Trarírallala hreint ei telur sporin sín.

Aldrei hef ég heldur, Jarpur,
hafrastráin talið þín.
Aldrei hef ég heldur, Jarpur,
hafrastráin talið þín.
Trarílallala hafrastráin talið þín.
Trarílallala hafrastráin talið þín.

[m.a. á plötunni Svanhildur Jakobsdóttir – syngur fyrir börnin]