Funiculi funicula

Funiculi funicula
(Lag / texti: ítalskt lag / Egill Bjarnason)

Ég lifi sérhvern dag í glaumi og gleði
við gullna skál.
Ég teyga lífsins veigar léttu geði
af lífi og sál.
Ég syng, ég syng og harpan undir hljómar.
Ó hlustið á.
Í strengjahljóm og söngvum endurómar mín innsta sál.

viðlag
Syngjum, syngjum, hrærum hörpustreng,
syngjum, syngjum hrærum hörpustreng.
Funiculi-funicula-funiculi-funicula.
Syngjum, hrærum hörpustreng, funiculi-cula.

Mér finnst það best í léttum dansi að líða
og leika sér.
Ég vil ei neinum harmagráti hlýða,
guð hjálpi mér.
Í blíðum örmum leikur allt í lyndi
og logar blóð.
Í dansi og söng er allt mitt líf og yndi
og öll mín ljóð.

viðlag

Ég aumka þá sem labba leiðu geði
um lífsins veg.
Ég hylli þá sem lifa í glaumi og gleði,
það geri ég.
Ég syng, ég syng og áfram ævin líður,
hinn ljúfa dag.
því gleðin aldrei eftir neinum bíður
um ævidag.

viðlag

[m.a. á plötunni Karlakórinn Heimir – Dísir vorsins]