Fylgd

Fylgd
(Lag / texti: Sigurður Rúnar Jónsson / Guðmundur Böðvarsson)

Komdu litli ljúfur,
labbi, pabba stúfur,
látum draumsins dúfur
dvelja inni um sinn,
heiður er himinninn.
Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu kalli minn.

Glitrar grund og vangur,
glóir sund og drangur,
litli ferðalangur,
láttu vakna nú,
þína tryggð og trú.
Lind í lautu streymir,
lyng á heiði dreymir,
þetta land átt þú.

Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir.
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
Mundu mömmuljúfur,
mundu pabba stúfur
að þetta er landið þitt.

[annað lag eftir Sigursvein D. Kristinsson er til við þetta ljóð]

[m.a. á plötunni Pálmi Gunnarsson – Séð og heyrt: bestu lög Pálma Gunnarssonar]