Dönsum og syngjum

Dönsum og syngjum
(Lag / texti: Guðjón Matthíasson / Magnús Ólafsson)

Dönsum og syngjum saman,
sælleg og rjóð á kinn.
Allt, sem að glæðir gaman
gagntekur huga minn.
Svífum í sæludraumi,
seiðandi lagsins glaumi.
Höldum svo heim, þegar birtir á ný,
heim til mín, þar sem ég bý.

Og einhvern tíma aftur við eigum stefnumót,
það eflist kærleiks kraftur
við kynni og vinahót.
Mín kæra meyjan fríða,
þér mun ég eftir bíða. –
Ég þrái svo ást þín
hjartfólgna hlín,
þú ein verður konan mín.

[af plötunni Úrslitalögin í Danslagakeppni Útvarpsins – ýmsir]