Kyndara-marsúki

Kyndara-marsúki
(Lag / texti: Guðjón Matthíasson / Ólafur Þ. Ingvarsson)

Þekkið þið hann Leifa kyndara
sem lét ei nokkurn ganga á hlut sinn?
Þó segi ég hann engan syndara,
því sjálfur var hann besti vinur minn.
Þótt víða um heiminn legði leiðir,
frá Lófóten til Hírósíma,
þá kom hann eins og áður
ævintýrum skráður,
hingað aftur heim um tíma.

Og kátt var hjá Leifa kyndara,
kvöldið það leið í dansi og söng.
Þá lék allt við Leifa kyndara,
létt var marsúki stiginn.

[óútgefið]