Skoski dansinn

Skoski dansinn
[Lag / texti: erlent lag / höfundur ókunnur]

Skundum í skoska dansinn,
skæran með “elegansinn”.
Hæ Gunna – hæ Gunna – hæ Gunna mín.
Dönsum og syngjum saman,
svolítið rjóð í framan.
Hæ Gunna – hæ Gunna – hæ Gunna mín.
Ástin í æðum mér ólga og sjóða fer,
þegar ég geysist um gólfið með þér.
Ætlum við ekki að fara
okkur að gifta bara?
Hæ Gunna – hæ Gunna – hæ Gunna mín.
 
[m.a. á plötunni Örvar Kristjánsson – Ánægjustund]