Hlustið góðu vinir

Hlustið, góðu vinir
(Lag / texti: erlent lag / Böðvar Guðmundsson)

Hlustið, góðu vinir, ég skal segja ykkur sögu
sem er kennd við Emil og strákapör hans mörg.
Í beykiskógum Smálanda bjó hann fyrir löngu,
bærinn hans hét Kattholt og sveitin Skógarbjörg.

Já, uppátækjum fjöldamörgum upp á þar han.n fann
og Emil það var nafnið hans, já Emil það hét hann
Tralalalalalalla…

Hlustið, góðu vinir, nú skal sögu af því segja
sem að Emil gerði einn fagran dag í maí.
Upp í topp á fánastöng hann hífði systur sína
svo hún fengi útsýni yfir sveit og bæ.

Já, það sem hann lét ógert var ekki kannski margt
og Ída varð að hanga þar úr degi góðan part.

Nú skuluð þið heyra hvernig hann í skál með súpu
höfði sínu dýfði og oní fastur var.
Og síðan varð að flytja hann í flýti burt til læknis
því firnamikil eyru á höfðinu hann bar.

Þið getið varla hugsað ykkur ærsl hans yfirleitt
sem aldrei brjótið súpuskál og skemmið aldrei neitt.

Þó er varla gerlegt að greina rétt frá öllum
glöpunum og hrekkjunum sem hann upp á fann.
Í smiðjukoppnum hann var látinn hírast marga daga,
hugsið ykkur bara svo óþekkur var hann.

Í eikarlundum Smálanda engum slíkur var,
sem Emil litli í Kattholti og hvergi neins staðar.
Tralalalalala….

[m.a. á plötunni Litla barnaplatan – ýmsir]