Gleymska

Gleymska
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Gleymskan leggur mosa mjúkan,
milt yfir dimma dali,
höfgi yfir huga sjúkan,
hægan leggur svali.

Hraunuð andlit anda sögum,
allt í myrkrinu blundar,
augun rifa rauð í dögun,
rammur vopnin mundar.

Kaldar hendur gera gælur,
gleymskan frystir tárin,
á bryggjubakkanum situr skuggi,
stór og telur árin.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]