Kisutangó

Kisutangó
(Lag / texti: erlent lag / Magnús Pétursson)

Mín kisa á vökul eyru
og veiðihár og rófu
og viðkvæmt lítið trýni
hún sleikir oft og þvær.
Hún unir dátt við leiki
og aldrei sýnir klær
og engin kisa í heimi
á svo fimar tær.

viðlag
Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó,
hún teygir sig og reigir
og er svo fött og brött.
Mín kisa dansar tangó, tangó, tangó,
ég trúað gæti að margir vildu eiga slíkan kött.
Tra lalalalala mjáááá.

[m.a. á plötunni Stóra barnaplatan – ýmsir]