Kalli á Hóli

Kalli á Hóli
(Lag / texti: erlent lag / Bjarni Guðmundsson)

Hvern þekkirðu í Flóanum kátari karl
en hann Kalla-Kalla-Kalla-Kalla á Hóli?
Og hver finnst þér æstari í kvenfólk og svall
en hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli?
Hann syngur og drekkur og dansar og hlær
og dreymandi‘ hann þráir hver einasta mær
því enginn á landinu er konum eins kær
og hann Kalli.
Hvaða Kalli?
Hann Kalli.
Hvaða Kalli?
Hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.

Í Reykjavík kom hann úr karakúlpest,
hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.
Við kvenfólk og vínföng hann kunni sig best,
hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.
Hann drakk upp sitt beisli, sinn hnakk og sinn hest
og hafnaði í tukthúsinu fyrir rest
uns loksins að Kúfótur kvaddi sinn gest,
hann Kalla.
Hvaða Kalla?
Hann Kalla.
Hvaða Kalla?
Hann Kalla-Kalla-Kalla-Kalla á Hóli.

Í borginni tolldi ekki karlinn um kjurt,
hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.
Með kassabíl austur hann kom sér á burt,
hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.
Á heiðinni gerði hann gaddhörku og snjó
svo ganga varð Kalli uns af honum dró
og kempan varð úti í Kömbum og dó,
hann Kalli.
Hvaða Kalli?
Hann Kalli.
Hvaða Kalli?
Hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.

Svo kom hann til himna og knúði á dyr,
hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.
Þá kíkir hann Pétur og komumann spyr,
hann Kalla-Kalla-Kalla-Kalla á Hóli
um heiti og passa með kurt og með pí
og prótókoll gáir hann þessu næst í.
Svo hristir hann kollinn og klórar sitt strý,
tja Kalli, já Kalli,
hmm Kalli, já Kalli,
nú hann Kalli-Kalli-Kalli-Kalli á Hóli.

[m.a. á plötunni Alfreð Clausen og Sigrún Ragnarsdóttir – Hvað er svo glatt…]