Kibba kibba

Kibba kibba
(Lag / texti: erlent lag / Sigurður Ágústsson)

Kibba, kibba, komið þið greyin.
Kibba, kibba, græn eru heyin.
Kibba, kibba, gemsar og gamalær
og golsóttur sauðarpeyinn.

Nálgast nú sólin náttstaðinn,
nú ertu fjarri vinurinn.
Skyldum við hittast í morgunmund?
Mild verður gleðin við endurfund.

[m.a. á plötunni Samkór Kópavogs – Heyrum söng]