Argentína

Argentína
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Jakob F. Magnússon / Þórður Árnason)

Við Dumbshafið geta dæmalaust fáir
dansað eins og ég
og aðsókn á böll í Alþýðuhúsið
er ansans ósköp treg.
Ég held ég fari því bráðum að flytja út landi
á fjarlægan stað þar sem stiginn er dans,
ég er óstöðvandi.

Ég verja mun vetri á fótmenntasetri í suðurátt,
ég sé mig í anda til framandi landa ferðast brátt,
þótt valsa ég kunni og skottís ég unni afar heitt
er alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.

sóló

Ég verja mun vetri á fótmenntasetri í suðurátt,
ég sé mig í anda til framandi landa ferðast brátt,
þótt valsa ég kunni og skottís ég unni afar heitt
er alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.
Alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.

Ei mun ég taka orð mín til baka, elskulega þjóð,
í brjósti mér brennur og í æðunum rennur samt íslenskt gæðablóð.
Þeir sálartjón bíða sem kjósa‘ ekki að þýðast köllun sína,
nú er kallað á mig, og mér heyrist það vera Argentína.
Argentína.

Ég verja mun vetri á fótmenntasetri í suðurátt,
ég sé mig í anda til framandi landa ferðast brátt,
þótt valsa ég kunni og skottís ég unni afar heitt
er alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.
Alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.
er alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.
Alls enginn vafi‘ á að tangó er númer eitt.
Á tangó ég nærist, á tangó ég ærist.
 
[af plötunni Stuðmenn – Listin að lifa]