Litla flugan

Litla flugan
(Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Sigurður Elíasson)

Lækur tifar létt um máða steina,
lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir íturvaxin snót.

Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þeytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Bergmál hins liðna]

Þetta lag er einnig til með öðrum texta og var bekkjarbragur MHÍ 1971.

Lækur tifar létt um máða steina,
lúin ýsa geispar svaka hátt.
Halakarta hoppar eins og kleina
með höfuðið svo undur, undur blátt.

Ánamaðkur ýlir eins og flauta,
engispretta býður góðan dag.
Bananafluga bindur á sig skauta,
bjöllusauður raular lítið lag.