Friður

Friður
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Jónas Friðgeir Elíasson)

Leggðu aftur augun,
allt er kyrrt og hljótt.
Þeir sem eru þreyttir,
þurfa frið og ró í nótt.

Eins og annar heimur
um þig vefjist rótt,
svefninn sæti gefur
sigurvon og nýjan þrótt.

Það er rétt að þögn og friður
þarf að ríkja stundum hér,
þá er ljúft að leggjast niður
litla stund í faðmi þér.

Hún er ljós í lífi mínu,
lítil stúlka yndisleg,
stígðu létt um húsið hennar,
hún er sofnuð eins og ég.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]