Fossar

Fossar
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Gömul kvæði rigningin raular,
rámir fossar í kór,
lykt af vori, vatni og sól,
vitnar um hjörtu stór.

Á steininum dynja dropar margir,
dimmt er í fjallaborg,
á morgun þau gjósa gosi sínu,
glöð yfir mannanna sorg.

Og vatnið það streymir
úr himnanna sölum,
dagur og nótt eru eitt,
haustið kemur með vanga fölan,
sumarið hefur deytt.

Harðar völur lækirnir lemja,
ljúft er á draumanna stund,
votir steinar glitra gamlir,
gleðin tekur sér blund.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Að mestu]