Förumaður

Förumaður
(Lag / texti: Gildran / Þórir Kristinsson)

Ljúfir svanir líða
um loftsins bláu lindir.
Klaka hjörtun þíða,
gleymdar allar syndir.

Halda yfir heiðar,
hópur friðar engla.
Skiljast aftur leiðar
horfnar yfir hengla.

Friður býr í fjöllum,
förull ferðamaður.
Hulinn heimum öllum,
brosir aftur glaður.

Brosa þögul blómin,
birta yfir móum.
Hljóða heiða óminn
herir af lóum.

Sindrar sól á tjörnum,
sálin tindum ofar.
Geislar gleði stjörnum,
Guði vorum lofar.

[á plötunni Gildran – Huldumenn]