Mögulegt óverdós (1983)

Hljómsveit sem bar nafnið Mögulegt óverdós kom fram á einum tónleikum í febrúar 1983.

Sveitin flutti að sögn tilraunakennda framúrstefnutónlist, m.a. með tveimur trommusettum, og voru meðlimir hennar flestir þekktir úr nýbylgjusenunni sem þá hafði verið nýlega verið áberandi, það voru þeir Bubbi Morthens söngvari, Mike Pollock gítarleikari, Rúnar Erlingsson bassaleikari, Sævar Sverrisson trommuleikari, Halldór Lárusson trommuleikari og Robert W. Becker gítarleikari. Einnig hafði Ragnhildur Gísladóttir ætlað að vera með þeim félögum en forfallaðist.

Ekki varð framhald af þessu spunasamstarfi.