Geð [1] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Geð sem mun hafa starfað á níunda áratugnum, hverjir skipuðu sveitina, hvar, hversu lengi o.s.frv.

Geðveikir (2003)

Hljómsveitin Geðveikir var fjögurra manna sveit starfandi árið 2003 en sveitin átti þá lag á safnplötunni Smellur, sem samnefnt tónlistartímarit gaf út. Meðlimir Geðveikra voru allir þrettán ára gamlir en allar upplýsingar um nöfn þeirra og hljóðfæraskipan vantar, því er óskað eftir þeim hér með.

Geðveiki [1] (1982)

Óskað er eftir upplýsingum um dúettinn Geðveiki en hann var meðal fjölmargra sem léku á maraþontónleikum SATT í Tónabæ haustið 1982. Um svipað leyti starfaði hljómsveit sem bar heitið Garg og geðveiki en líklega er ekki um að ræða sömu sveit.

Geimfararnir (1998-2018)

Ballsveitin Geimfararnir starfaði í tvo áratugi frá tímabilinu 1998 til 2018 en þá hætti hún formlega. Sveitin sem var starfrækt í Grindavík kom fyrst fram haustið 1998, hún spilaði mikið á dansleikjum á heimaslóðum í Grindavík en birtist einnig stöku sinnum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Gauki á Stöng og víðar. Meðlimir hennar voru Almar Þór…

Afmælisbörn 12. febrúar 2020

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…

Afmælisbörn 11. febrúar 2020

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum: Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og eins árs í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs,…

Afmælisbörn 10. febrúar 2020

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag: Jóhann Bachmann Ólafsson (Hanni Bach) trommuleikari frá Selfossi er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Hanni hefur leikið með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina en þekktastar þeirra eru Skítamórall og Írafár. Aðrar sveitir eru til dæmis Loðbítlar, Poppins flýgur og Boogie knights svo fáeinar séu tíndar…

Afmælisbörn 9. febrúar 2020

Og enn eru það afmælisbörn dagsins á skrá Glatkistunnar: Egill Ólafsson tónlistarmaður er sextíu og sjö ára. Hann er einn af þekktustu söngvurum þjóðarinnar og hefur sungið með mörgum af vinsælustu hljómsveitunum, þar má nefna Spilverk þjóðanna, Stuðmenn og Þursaflokkinn en hann hefur einnig sungið með minna þekktum sveitum eins og 3to1, Tamlasveitinni, Scream og…

Afmælisbörn 8. febrúar 2020

Afmælisbörnin eru fjögur talsins í dag: Fyrstan skal nefna Jónatan Garðarsson tónlistarséní sem er sextíu og fimm ára gamall en hann hefur verið viðloðandi tónlist í áratugi með einum og öðrum hætti. Hann hefur verið í hljómsveitum, samið lagatexta, skrifað um tónlist, komið að félags- og réttindamálum tónlistarmanna og er það sem almennt er kallað…

Afmælisbörn 7. febrúar 2020

Afmælisbörn dagsins eru fimm talsins en öll eru þau látin: Gylfi Þ. Gíslason tónskáld og stjórnmálamaður (1917-2004) hefði átt þennan afmælisdag en hann samdi sönglög sem mörg hafa komið út á plötum. Hann samdi m.a. lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar sem margir þekkja, t.d. Hanna litla, Ég leitaði blárra blóma, og Lestin brunar. Þorvaldur Steingrímsson…

Afmælisbörn 6. febrúar 2020

Fjölmörg afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona er sextíu og tveggja ára gömul í dag, hún hefur sungið á fjölmörgum plötum, meðal annars með Bergþóri Pálssyni og sem einsöngvari með kórum. Hún hefur einnig raddþjálfað og stjórnað söngkvartettnum Út í vorið og kammerkórnum Ópus 12 / Kammerkór Þorgeirs. Einar Tönsberg…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Gautar – Efni á plötum

Karlakórinn Vísir – “Þótt þú langförull legðir”: 14 innlend og erlend lög Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 17 Ár: 1966 / 1974 1. Þótt þú langförull legðir 2. Lákakvæði 3. Kvölda tekur, sezt er sól 4. Dýravísur 5. Siglingavísur 6. Um vorkvöld bjart 7. Það laugast svölum 8. Stormur lægist 9. Hæ, gott kvöld 10. Ciribiribin 11. Troika 12.…

Gaukur á Stöng [tónlistartengdur staður] (1983-)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Gaukur á Stöng við Tryggvagötu 22 (oftast nefndur Gaukurinn manna í millum) er einn langlífasti staður sinnar tegundar hérlendis og var fyrsta kráin sem hér var opnuð. Saga Gauksins er samofin sögu bjórlíkisins svokallað og bjórsins en einnig var staðurinn um tíma eins konar félagsmiðstöð poppara og þar blómstraði lifandi tónlist um…

Gaukur á Stöng [tónlistarviðburður] (1983-87)

Útihátíðin Gaukur á Stöng (Gaukurinn) var haldin í nokkur skipti í Þjórsárdalnum um verslunarmannahelgar á níunda áratug síðustu aldar og voru margar af vinsælustu hljómsveitum og tónlistarmönnum landsins meðal skemmtiatriða á henni, þeirra á meðal má nefna Bubba Morthens, Skriðjökla, Bjarna Tryggva, HLH-flokkinn, Kikk og Baraflokkinn en einnig má geta þess að hljómsveitin Lótus var…

Gaulverjar (1979)

Hljómsveitin Gaulverjar starfaði innan Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi vorið 1979 en þá lék sveitin m.a. á Listahátíð barnanna sem haldin var um það leyti. Fyrir liggur að Jón Gústafsson, Kristinn Þórisson og Þorsteinn Jónsson voru meðlimir Gaulverja en upplýsingar vantar um hina tvo þá er skipuðu sveitina sem og hljóðfæraskipan hennar. Þeir Jón, Kristinn og Þorsteinn…

Gautlandsbræður (1942-55)

Bræðurnir Guðmundur Óli (1928-77) og Þórhallur (1929-82) Þorlákssynir voru þekktir um norðanvert landið um miðja síðustu öld undir nafninu Gautlandsbræður en þeir léku þá á dansleikjum á harmonikkur sínar. Guðmundur Óli og Þórhallur voru kenndir við Gautland í Vestur-Fljótum þar sem þeir ólust upp en þeir höfðu reyndar fæðst á bænum Gautastöðum í Austur-Fljótum. Það…

Gaur [1] (1996-97)

Hljómsveitin Gaur kom úr Garðabænum og tók tvívegis þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, 1996 og 97 með pönkskotið rokk. Meðlimir sveitarinnar sem var stofnuð snemma árs 1996 voru þeir Agnar Eldberg Kofoed Hansen gítarleikari og söngvari, Ragnar Freyr Magnússon bassaleikari og Frosti Jón Runólfsson trommuleikari. Gaur keppti sem fyrr segir í Músíktilraunum vorið 1996 og 97,…

The Gays (um 2005?)

Fátt liggur fyrir um hljómsveitina The Gays sem ku hafa starfað á Kirkjubæjarklaustri, að öllum líkindum í kringum 2005 sé miðað við aldur meðlima sveitarinnar. Meðlimir The Gays voru þeir Guðmundur Helgason, Leifur [?], Steinn Orri Erlendsson, Sigurður Magnús Árnason og Lárus [?] en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða starfstíma, því…

GÁG tríóið (1948-49)

Upplýsingar um GÁG tríóið svokallaða eru af skornum skammti en tríóið mun hafa verið angi af Hljómsveit Björns R. Einarssonar og starfað 1948 og 49, sveitin gekk stundum undir nafninu „pásubandið“. GÁG tríóið var skipað þeim Gunnari Ormslev saxófónleikara, Árna Elfar píanóleikara og Guðmundi R. Einarssyni trommuleikara en skammstöfunin var mynduð úr nöfnum þeirra þriggja.…

Gáfnaljósin (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Gáfnaljósin keppti í söngvakeppni Vísnavina 1987 en sveitin var skipuð nemendum úr Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Meðlimir Gáfnaljósanna voru Örn Arnarsson söngvari og gítarleikari, Rúnar Óskarsson söngvari og gítarleikari, S. Björn Blöndal bassaleikari, Örn Hrafnkelsson söngvari og Óttarr Proppé söngvari og básúnuleikari. Sveitinni var lítt ágengt í þessari keppni. 1991 var hljómsveit…

Gazogen (1996)

Punksveitin Gazogen starfaði vorið 1996 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin komst ekki í úrslit. Meðlimir Gazogens voru Hlynur Magnússon söngvari og gítarleikari, Baldur Björnsson gítarleikari, Halldór Valgeirsson gítarleikari, Sindri Traustason bassaleikari og Friðjón V. Gunnarsson trommuleikari. Sveitin varð að öllum líkindum skammlíf.

Afmælisbörn 5. febrúar 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu í dag: Halldór Kristinsson (Dóri Tempó) á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Halldór var áberandi í íslensku tónlistarlífi í kringum 1970, vakti reyndar fyrst athygli nokkrum árum fyrr með unglingahljómsveitinni Tempó, fyrst sem trommuleikari og síðan bassaleikari, en varð þekktastur með Þremur á palli sem naut fádæma vinsælda.…

Afmælisbörn 4. febrúar 2020

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö afmælisbörn í dag: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir tónlistar- og fjöllistakona er fjörutíu og eins árs gömul í dag. Hún hefur haslað sér völl sem myndlistamaður m.a. með myndasögum sínum (Lóaboratoríum) en er þekktari í tónlistarbransanum sem söngkona og annar stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast, sem hefur gefið út nokkrar breiðskífur. Þá hefur…

Afmælisbörn 3. febrúar 2020

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Flautuleikarinn Guðrún S. Birgisdóttir er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Guðrún nam flautuleik hjá Manuelu Wiesler hér heima áður en hún fór í framhaldsnám í Noregi og Frakklandi þar sem hún lauk einleikaraprófi, en hún starfaði í París í fáein ár áður en hún kom heim…

Afmælisbörn 2. febrúar 2020

Í dag er einn tónlistarmaður á lista yfir afmælisbörn dagsins: Magnús Baldvinsson söngvari er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Hann hefur mestmegnis alið manninn erlendis, einkum í Evrópu hin síðari ár en áður í Bandaríkjunum þar sem hann hafði verið við framhaldsnám í söng. Magnús, sem er bassi sendi árið 1992 frá…

Afmælisbörn 1. febrúar 2020

Í dag eru fjögur afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Birgir Örn Thoroddsen (Bibbi Curver) er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Curver sem á sínum tíma kallaði sig „trúbador framtíðarinnar“ hefur mestmegnis starfað í hljóðverum hin síðari ár en áður sendi hann frá sér fjölmargar plötur (og kassettur), t.a.m. „mánaða-plöturnar“ og plötuna Sjö. Hann hefur…