Höldum heim

Höldum heim
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Sjáumst aftur Englandsdætur,
frá ströndum yðar ferð ég bý
yfir djúpa Atlantsála
að hitta ástvini á ný.
Við syngjum fjálgir ferðasöngva.
Vinafjöld við kveðjum hér.
Gerum klárt og upp með anker.
Fullt stím áfram tekið er.
Höldum heim. Höldum heim,
höldum heim um öldufans.
Höldum heim í fjörðinn kæra.
Höldum heim til Ísalands.

Stímt er norður, sífellt norður,
á norðurstjörnu er lýsir geim.
Ein er stefnan, ein er þráin
allra um borð að komast heim.
Er brotsjór hár í frosti og fári
færir ísað skip í kaf,
þá má heyra karlinn hrópa:
Hart í stjór – svo við höfum af.
Höldum heim. Höldum heim,
höldum heim um öldufans.
Höldum heim í fjörðinn kæra.
Höldum heim til Ísalands.

[m.a. á plötunni Þorvaldur Halldórsson og Hljómsveit Ingimars Eydal – [ep]]