Ég sendi henni blikk

Ég sendi henni blikk
(Lag / texti Smári Hannesson og Björn Thór / Smári Hannesson)

Seint um kvöld ég sendi henni blikk
og sá að hjarta hennar tók þá rykk.
Annað sendi alveg eins og skot
og eftir sáralítil heilabrot
til mín breitt hún brosti.

Blómleg var að minnsta kosti
ung og fögur átján vetra,
allt mér virtist til hins betra,
ef ég núna næði henni
í nótt hún væri mín.

Hún sagði að ég væri sætasti drengur,
síðan ég beðið gat ekki lengur.
Ég vissi að hún vildi hér,
að ég héldi henni fast upp að mér.

Fús ég vildi fylgja henni af stað,
fátt hún taldi eðlilegra en það
sagði að vel saman ættum við
og svona lagað þyldi enga bið.

[m.a. á plötunni Dúmbó og Steini – [ep]]